Þórshani (Phalaropus fulicarius)

Útbreiðsla

Þórshani verpur víða í nyrstu löndum jarðar en mjög strjált hér á landi.

Stofnfjöldi

Þórshani er hér sjaldgæfur varpfugl og var stofninn áætlaður 120 pör árið 2005 (Yann Kolbeinsson 2011). Þórshani er alger farfugl og er ekki vitað hvar hann dvelur á vetrum.

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 4,9 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1990–2005

Þórshani er sjaldgæfur varpfugl (<250 kynþroska einstaklingar) og því flokkaður í hættu (EN, D). Ef til mætti færa hann niður um 1-2 hættuflokka vegna tengsla við aðra stofna og að hér fara væntanlega um þórshanar og líkur á landnámi ættu að vera miklar. Það verður þó ekki gert að sinni.

Viðmið IUCN: D

D. Stofn talinn vera minni en 250 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Þórshani var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Verndun

Þórshani er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Engin alþjóðleg töluleg viðmið hafa verið skilgreind til að meta mikilvægi svæða fyrir þórshana (Heath og Evans 2000). Stofninn hér er sáralítill miðað við áætlaðan heimsstofn sem er talinn a.m.k. 1.350 þúsund einstaklingar (Wetlands International 2016).

IBA viðmið – IBA criteria:

A3: Arctic

Myndir

Heimildir

Heath, M.F. og M. I. Evans, ritstj. 2000. Important Bird Areas in Europe: Priority sites for conservation. Volume I – Northern Europe. Cambridge: BirdLife International.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson 2011. Staða íslenska þórshanastofnsins. Bliki 31: 36–40.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Þórshani (Phalaropus fulicarius)

Samantekt á Ensku

Phalaropus fulicarius is a rare breeding bird in Iceland with 120 pairs in 2005. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, D), the same as last assessment in 2000.