Barrfinka (Spinus spinus)

Útbreiðsla

Barrfinka er varpfugl í skóglendi um nær alla Evrópu og verpur einnig slitrótt frá N-Afríku austur til Kyrrahafs. Hún hefur verið hér alltíður flækingsfugl um langt skeið og þá einkum sést á haustin en einnig í talsverðum mæli á vorin (Birding Iceland 2002, Bliki 1981-, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999). Barrfinkur urpu hér fyrst árið 1994 og í kjölfar mikillar göngu haustið 2007 (Daníel Bergmann 2007) hafa þær frá og með 2008 orpið hér árlega að því talið er; einkum í barrlundum á Suðvesturlandi og þá helst í Reykjavík og nágrenni (Bliki 1981-, Jóhann Óli Hilmarsson 2011- ).

Stofnfjöldi

Stofninn er mjög lítill enn sem komið er, innan við 10 pör flest árin.

Válistaflokkun

VU** (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU** LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 4,1 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Barrfinka er mjög fáliðuð og ætti samkvæmt því að flokkast sem tegund í bráðri hættu (CR). Hér er hún færð niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN þar sem miklar líkur verða að teljast á að fuglar geti numið land hér að nýju og fjöldi fugla er langt innan við 1% af Evrópustofni og getur vart talist sérstofn. Barrfinka flokkast því sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Barrfinka var ekki á válista.

Verndun

Barrfinka er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

IBA viðmið – IBA criteria

B3: Tegund með ákjósanlega verndarstöðu í Evrópu.

Heimildir

Birding Iceland. Eurasian Siskins in Iceland up to and including 2002, https://notendur.hi.is/yannk/status_carspi.html.

Bliki: Tímarit um fugla 1981- . Sjaldgæfir fuglar á Íslandi. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Daníel Bergmann 2007. Barrfinkur slá nýtt Íslandsmet. Skógræktarritið 2007: 112-116.

Jóhann Óli Hilmarsson 2011- . Sjaldgæfir varpfuglar.  Fuglar, nr 8 og áfram.

Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999. Sjaldgæfir fuglar á Íslandi fyrir 1981. – Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 37. 246 bls.

Örn Óskarsson 1995. Barrfinkuvarp á Tumastöðum í Fljótshlíð 1994. Bliki 15: 57-59.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Barrfinka (Spinus spinus)

Samantekt á Ensku

Spinus spinus is a recent and very rare breeding bird in Iceland with only a few pairs breeding annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU). Not applicable (NA) in 2000.