Steindepill (Oenanthe oenanthe)

Útbreiðsla

Steindepill verpur frá NA-Kanada um Evrópu, norðanverða Asíu til Kyrrahafs og einnig í Alaska og NV-Kanada. Sama deilitegundin Oenanthe o. leucorhoa) verpur hér, á Grænlandi og í NA-Kanada og fara þeir síðastnefndu hér um. Vetrarstöðvar steindepla eru í V-Afríku.

Stofnfjöldi

Steindepill er algengur og útbreiddur varpfugl hér á landi og hefur verið giskað á að varpstofninn sé 20.000−50.000 pör (Asbirk o.fl. 1997). Nýrra mat er 53.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017).

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Steindepill er algengur varpfugl á láglendi og verpur víða langt inn til landsins (sjá kort). Þéttleikinn er mestur í hrauna­vistlendum á láglendi, 11,6 pör/km² (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Á hálendi er þéttleiki lágur, 0,2 pör/km² í hrauna- og mosavistlendum. Reiknuð stofnstærð er 53.000 pör. Hraunin á Reykjanesskaga, Skaftáreldahraun og hraun í Snæfellsnesþjóðgarði eru mikilvæg varpsvæði. Um 27% steindepla reiknast innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 4,1 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Steindeplar eru algengir hér og verpa víða en stofnþróun er óþekkt. Kerfisbundnar mælingar á þéttleika mófugla hér á landi eru skammt á veg komnar (hófust árið 2006) og ná þar að auki illa utan um kjörlendi steindepla. Ekki eru neinar vísbendingar um að steindepli hafi fækkað mikið hér undanfarið og er hann því flokkaður sem tegund sem ekki er í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Steindepill var ekki í hættu (LC).

Verndun

Steindepill er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Engin mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir steindepla á Íslandi.

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none

Töflur

Reiknaður fjöldi steindepla sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Oenanthe oenanthe within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Melrakkaslétta  FG-N_4 B 2.565 2013 4,9  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 8.502 2013 16,2  
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 3.058 2013 5,8  
Alls–Total     14.125   26,9  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Heimildir

Asbirk S., L. Berg, G. Hardeng, P. Koskimies og Æ. Petersen 1997. Population sizes and trends of birds in the Nordic countries 1978–1994. TemaNord 614. Kaupmannahöfn: Nordic Council of Ministers.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Steindepill (Oenanthe oenanthe)

Samantekt á Ensku

The Oenanthe oenanthe population in Iceland is estimated 53,000 pairs, based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 27% may nest in IBAs designated for other species, but such areas are specifically designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.