Snæugla (Bubo scandiacus)

Snæugla (Bubo scandiacus)
Mynd: Daníel Bergmann

Snæugla (Bubo scandiacus).

Útbreiðsla

Snæugla er hánorræn tegund sem verpur á túndrum umhverfis norðurhvel jarðar.

Stofn

Snæugla er árlegur gestur hér á landi og fáein pör hafa orpið hér öðru hverju frá því um 1930. Þekkt eru um 10 örugg varpóðul og sterkur grunur er um varp á fimm til sex stöðum að auki  (Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Sum óðul hafa stundum verið í notkun árum og jafnvel áratugum saman en á öðrum er aðeins vitað um eina varptilraun. Eitt til tvö hreiður hafa fundist nær árlega á Vestfjörðum síðan 2008.

Válisti

VU** (í nokkurri hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
VU** LC VU

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 12,1 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Mjög fáar snæuglur verpa hér og ætti því stofninn að teljast í bráðri hættu (CR, <50 kynþroska einstaklingar). Hér er hún færð niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN enda miklar líkur á landnámi hennar hér og eins er vart hægt að tala um einangraðan stofn sem að auki er <1% af Evrópustofni. Snæugla er því flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Snæugla var flokkuð sem tegund í bráðri hættu (CR).

Verndun

Snæugla er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

IBA viðmið – IBA criteria:

A3: Biome restricted species (Arctic)

B2: Species of European conservation concern (categories 1−3)

English summary

Bubo scandiacus is a very scarce breeder in Iceland with only a handful of pairs breeding annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D), downlisted from EN in 2000.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |