Mýrasnigill (Deroceras laeve)

Mýrasnigill - Deroceras laeve
Mynd: Erling Ólafsson
Mýrasnigill (Deroceras laeve). 20 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Gjörvöll Evrópa, Asía austur til Kyrrahafs, sunnanverð Bandaríkin og norðanverð S-Ameríka. til norðurslóða. Hefur borist með mönnum til suðurhvels.

Ísland: Láglendi í öllum landshlutum, en er útbreiðslan illa kortlögð hér á landi.

Lífshættir

Mýrasnigill er mjög rakasækinn eins og allir aðrir hans líkar. Hann má finna víðast hvar þar sem hann kemst í nægan raka, t.d. í mýrlendi og á lækjarbökkum og miklu gróðurþykkni sem heldur vel rakanum. Hann gerir helst vart við sig þegar blotnað hefur um eftir úrkomu. Þegar þurrviðrasamt er kemur hann sér undan og leitar skjóls þar sem raki viðhelst, undir steinum og hverju örðu sem á jörðu liggur. Mýrasnigill lifir á plöntum og plöntuleifum.

Almennt

Mýrasnigill er nauðalíkur engjasnigli (Deroceras agreste) og finnst við svipuð skilyrði. Báðir eru þeir fölbleikir eða drappleitir á lit með dekkra höfuð og háls. Á engjasnigli er sólinn ljósari en bolurinn, en áþekkur bolnum á mýrasnigli. Reyndar getur mýrasnigill verið nokkuð breytilegur á lit og finnast einnig af honum dökk litaform, t.d. þar sem hann heldur sig á dökkum leir. Ef til vill ræðst liturinn af fæðunni sem hann innbyrðir.

Mýrasnigill (Deroceras laeve) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Mýrasnigill (Deroceras laeve) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Lindroth, C.H., H. Andersson, H. Böðvarsson & S.H. Richter 1973. Surtsey, Iceland. The development of a new fauna 1963-1970. Terrestrial invertebrates. Ent. Scand. Suppl. 5: 1–280.

Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.

Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.

Höfundur

Was the content helpful? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |