Möskvasnigill (Deroceras reticulatum)

Möskvasnigilll - Deroceras reticulatum
Mynd: Erling Ólafsson
Möskvasnigilll (Deroceras reticulatum). 35 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Evrópa og N-Afríka og hefur borist víða um heim. N- og S-Ameríka, Nýja-Sjáland og Tasmanía. Annars liggja litlar upplýsingar fyrir um heimsútbreiðslu.

Ísland: Fáeinir fundarstaðir skráðir á láglendi í öllum landshlutum, en tegundin hefur verið vanrækt og vanskráð.

Lífshættir

Fátt er vitað um lífshætti tegundarinnar hér á landi en helst er að finna hana í manngerðu umhverfi, í görðum, matjurtagörðum og almennt röskuðu óræktarlandi, oft í grasi við gripahús og almennt þar sem jörð er rök og frjósöm. Á Bretlandseyjum er möskvasnigill á ferli allt árið og þroskað tvæ til þrjár kynslóðir á ári. Hann er talinn einn mesti skaðsemissnigill á gróðri í Evrópu.

Almennt

Möskvasnigill er mun algengari hér á landi en skráningar gefa til kynna enda oftast fram hjá honum horft eins og öðrum nöktum sniglum af þessum stærðarflokki. Þessum sniglum er sjaldan til haga haldið enda erfitt að varðveita þá þannig að þeir haldi einkennum sínum. Lifandi er hann samt nokkuð auðgreindur frá skyldum tegundum. Liturinn er fölbleikur en hnúskótt bakið er með dekkra netlíku mynstri á milli hnúskanna. Hann er oft 3-4 cm langur þegar hann skríður.

Möskvasnigilll - Deroceras reticulatum
Möskvasnigilll (Deroceras reticulatum) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.

Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.

Rowson, B., J. Turner, R Anderson & B. Symondson 2014.Slugs of Britain and Ireland. FSC Publications, Telford. 136 bls.

Wikipedia. Deroceras reticulatum. https://en.wikipedia.org/wiki/Deroceras_reticulatum.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |