Ormsnigilsætt (Boettgerillidae)

Almennt

Mest lítið er í raun vitað um þessa ætt og eru jafnvel ekki nema tvær tegundir til hennar taldar. Í Evrópu er aðra þeirra að finna.

Ormsniglar eru afar sérstakir sniglar sem hafa ekki sýnilega skel en litla skel innvortis. Þeir eru langir og grannir, 35-55 mm, nánast ormlaga, fölir á lit, grágulir, ljósblágráir. Kápan nokkuð stór með öndunaropi framarlega hægra megin. Bakið kjöllaga frá kápu og aftur. Sniglarnir eru tvíkynja. Þeir fara að mestu huldu höfði í göngum og sprungum í jarðveginum, maðkagöngum eða með rótum plantna.

Eina tegund Evrópu hefur borist til Íslands og víða um heim.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |