Eggbobbaætt (Cochlicopidae)

Almennt

Ættin er fáliðuð. Óvíst er um stöðuna á heimsvísu en aðeins 4 tegundir eru skráðar í Evrópu.

Sniglarnir eru smávaxnir kuðungasniglar. Brúnleitur kuðungur hefur lítinn grunnvinding en er með langa eða háa strítu, kuðungur mun hærri en breiður. Skelin er gljáandi og viðhalda sniglarnir gljáanum með stöðugum þrifum. Skelin er þunn og gegnsæ en þykknar með tímanum. Sniglarnir halda sig á rökum stöðum, í sverði og undir flestu tilfallandi sem liggur á jörðu.

Á Íslandi finnast tvær tegundir, önnur víða um land, hin fágæt syðst á landinu. Þær verða ekki auðveldlega aðgreindar.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |