Loðbobbaætt (Hygromiidae)

Almennt

Ættin er tegundarík í Evrópu austur í Mið-Asíu og í Norður-Afríku. Í Evrópu eru skráðar yfir 400 tegundir og fjöldi undirtegunda. Ættinni hefur stundum verið haldið innan lyngbobbaættar sem undirætt.

Sniglar með skel, tegundirnar eru litlar til meðalstórar, öllu minni en tegundir lyngbobbaættar, en skelin áþekk, fagurlega hringlaga, oft flatvaxin en stundum með hærri trjónu. Tegundir sem lifa í sverði og föllnu laufi eru oft brúnleitar á lit en tegundir sem eru berskjaldaðar á þurrari stöðum oft hvítar með dökkri spíralrönd. Þær fyrrnefndu eru gjarnan með þunna hærða skel, en hinar með þykka skel og hárlausa.

Aðeins eina fágæta tegund er að finna á Íslandi. Auk þess hefur einn fágætur slæðingur af þessari ætt verið nafngreindur.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |