Lyngbobbaætt (Helicidae)

Almennt

Ættin er fjölskipuð tegundum, talin upprunnin í vestanverðri Evrasíu en tegundir hafa borist til fjarlægra heimshluta einkum sem egg með flutningi á jarðvegi. Í Evrópu eru skráðar yfir 250 tegundir auk fjölda undirtegunda. Margar tegundir sýna mikinn breytileika og hefur sumum þeirra verið skipt í fjölmargar undirtegundir.

Í hugum margra eru sniglar lyngbobbaættar hinir dæmigerðu landsniglar. Stærðarbreytileiki er mikill, sumar tegundir eru smávaxnar en aðrar mjög stórar. Sniglarnir hafa stóra kúlulaga skel fjölbreytilega á lit. Hún getur verið einlit hvít, gul, gulbrún, brún eða sem algengt er ljós, sjaldnar þá dökk, með dökkum spíralröndum á vindingum kuðungsins, heilar eða slitnar rendur, eða óreglulegri flikrur. Margar tegundir eru augnayndi. Ekki nóg með það, sumar þykja lostæti og hafa öldum saman verið færðar upp á diska matgæðinga. Sumar tegundir eru þekktar fyrir aðdáunarvert mökunaratferli.

Á Íslandi finnast 2 tegundir lyngbobbaættar, önnur algeng austan- og suðvestanlands, hin sjaldgæfari og staðbundin á Suðurlandi. Útlendar tegundir eiga það til að slæðast til landsins með innfluttum varningi og hafa 5 slíkar verið nafngreindar.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |