Almennt
Óvissa er um fjölda tegunda þessarar erfiðu ættar í heiminum en í Evrópu eru um 140 tegundir skráðar.
Smávaxnir sniglarmeð snúðlaga flata kuðunga, þ.e. með lágri strítu, mest fáeinir mm í þvermál. Einnig finnast tegundir öllu stærri snigla sem bera lítinn kuðung á bakinu, kuðung sem er greinilega að þróast burt, nokkurs konar millistig á milli kuðungasnigla og kuðungslausra. Sniglarnir eru rakasæknir og lifa ekki síst á hræjum og öðru rotnandi.
Á Íslandi finnast 4 tegundir, tvær útbreiddar víða um land, hinar staðbundnari, önnur í görðum á Suðvesturlandi hin í náttúrunni á Suðurlandi.
Höfundur
Erling Ólafsson 13. janúar 2017.
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp