Geislabobbi (Nesovitrea hammonis)

Geislabobbi - Nesovitrea hammonis
Mynd: Erling Ólafsson
Geislabobbi (Nesovitrea hammonis). 4,5 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Allt umhverfis norðurhvel norðanvert.

Ísland: Láglendi um land allt.

Lífshættir

Geislabobbi finnst í þurrlendi ýmiskonar, gjarnan raklendu graslendi, mólendi og ekki síst í botnum birkiskóga. Heldur til í gróðursverðinum og fer þar lítið fyrir honum.

Almennt

Lítið er í raun um geislabobbann vitað. Hann er sennilega með algengari tegundum smávaxinna kuðungasnigla hér á landi. Finnst að öllu jöfnu fljótlega þegar sýni er rifið upp úr gróðursverði og hrist yfir dúk.

Kuðungur geislabobba líkist kuðungi laukbobba, er ívið minni (mest 4-5 mm), heldur flatvaxinn því strýtan er lág. Brún skelin er glansandi og þekkist tegundin auðveldlaga á þéttum fínum rákum þvert á vindingana.

Geislabobbi - Nesovitrea hammonis
Geislabobbi (Nesovitrea hammonis) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Árni Einarsson 1977. Íslenskir landkuðungar. Náttúrufræðingurinn 47: 65–128.

Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.

Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.

Höfundur

Was the content helpful? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |