Laukbobbi (Oxychilus alliarius)

Laukbobbi - Oxychilus alliarius
Mynd: Erling Ólafsson
Laukbobbi, 6 mm. EÓ©

Útbreiðsla

NV-Evrópa norður til sunnanverðrar Skandinavíu, austur til Póllands og sennilega suður til Frakklands; Bretlandseyjar.

Ísland: Fundinn á láglendi um land allt, allvíða á landinu sunnanverðu en strjált norðan til.

Lífshættir

Erlendis finnst laukbobbinn í skóglendi og graslendi, oft í miklum fjölda á súrum jarðvegi. Hérlendis er hann algengastur í manngerðu umhverfi, í húsagörðum, kringum gróðurhús o.s.frv., í laufi á jörðinni, undir steinum, spýtum og öðru lauslegu.

Almennt

Þó laukbobbi hafi fundist allvíða telst hann varla algengur. Laukbobbi er einn nokkurra náskyldra, smávaxinna og nauðalíkra tegunda sem erfitt er að aðgreina. Hann er með brúnleitan, gljáandi, flatan og snúðlaga kuðung. Snigillinn sjálfur er nær svartur á lit. Lifandi laukbobbar eru auðgreindir á því að þeir gefa frá sér lauklykt við áreiti. Af því dregur hann heiti sín, bæði fræðiheitið og hið íslenska.

Laukbobbi (Oxychilus alliarius) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Laukbobbi (Oxychilus alliarius) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Árni Einarsson 1977. Íslenskir landkuðungar. Náttúrufræðingurinn 47: 65–128.

Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.

Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.

Höfundur

Was the content helpful? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |