Breiðbobbi (Oxychilus draparnaudi)

Breiðbobbi - Oxychilus draparnaudi
Mynd: Erling Ólafsson
Breiðbobbi, 9 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Talinn eiga uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda. Dreifðist þaðan fyrr á öldum norður eftir V-Evrópu til Bretlandseyja og suðurhluta Skandinavíu. Einnig barst hann yfir til N-Ameríku og Nýja-Sjálands.

Ísland: Höfuðborgarsvæðið; Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður.

Lífshættir

Í upprunalegum heimkynnum finnst breiðbobbi í náttúrulegu umhverfi, undir steinum, lauslegum hlutum og í föllnu laufi á rökum, skuggsælum stöðum í skógum, einnig í hræjum og á sjávarklettum. Norðar er hann háðari mannlegu umhverfi og finnst þar fyrst og fremst í görðum. Hér á landi lifir breiðbobbi í húsagörðum, undir laufi, steinum og lausum hlutum á rökum stöðum. Hann hefur alloft fundist í holum við geitungabú þegar halla tekur undan búskapnum hjá geitungunum. Deyjandi geitungalirfur sem þernur eru hættar að þjónusta virðast eftirsóknaverð fæða breiðbobbans. Breiðbobbi er nefnilega fyrst og fremst kjötæta en ekki plöntuæta eins og flestir sniglar.

Almennt

Ísland er nyrsti fundarstaður breiðbobba í heiminum. Hann fannst fyrst við Tjörnina í Reykjavík 1965, var lengi vel staðbundinn þar um slóðir og fannst ekki fyrr en síðar í görðum víðar á höfuðborgarsvæðinu. Gerð hefur verið ítarleg grein fyrir breiðbobbanum á öðrum vettvangi (sjá heimildir).

Breiðbobbi er stærstur nokkurra nauðalíkra og náskyldra tegunda sem ekki er auðvelt að aðgreina. Trjóna hálfgljáandi kuðungsins er flöt og snigillinn sjálfur blár á lit.

Breiðbobbi (Oxychilus draparnaudi) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Breiðbobbi (Oxychilus draparnaudi) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Árni Einarsson 1977. Íslenskir landkuðungar. Náttúrufræðingurinn 47: 65–128.

Páll Einarsson 2006. Breiðbobbinn (Oxychilus draparnaudi (Beck, 1837)) endurfundinn á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 74: 121–123.

Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.

Höfundur

Was the content helpful? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |