Tjarnasnúður (Gyraulus laevis)

Tjarnasnúður - Gyraulus laevis
Mynd: Erling Ólafsson
Tjarnasnúður (Gyraulus laevis). 3,5 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Gjörvöll Evrópa austur í vestanverða Síberíu, Norðvestur-Afríka, Grænland, Kanada.

Ísland: Fáeinir dreifðir fundarstaðir á láglendi í flestum landshlutum.

Lífshættir

Tjarnasnúður lifir í ferskvatni, í gróðurríkum grunnum tjörnum. Hann heldur sig í gróðrinum þar sem kyrrð ríkir í vatninu og sólar nýtur við. Nærist á vatnagróðri, sennilega fyrst og fremst á þörungum, grænþörungum og kísilþörungum. Hann verpir eggjaklösum á gróðurinn. Tjarnasnúður er snöggur til að nema nýjar tjarnir.

Almennt

Tjarnasnúður virðist vera frekar fágætur í tjörnum hér á landi, en hefur þó fundist hér og þar um landið. Þó getur reynst mikið af honum  þar sem hann heldur sig. Sennileg er tegundin að yfirsjást.

Tjarnasnúður er smávaxinn snigill (1,5 x 3,5 mm). Uppundinn snúðlaga kuðungurinn er flatvaxinn og án strýtu sem rís upp, er öllu heldur inndreginn við innstu vindinga. Skelin er brúnleit á lifandi snigli en hvítnar þegar hann drepst. Lítill fótur og höfuð koma út um munnann þegar snigillin skríður en fálmararnir eru afar langir og grannir. Ættinginn hornsnúður (Anisus spirorbis) sem einnig finnst fágætur hér á landi er svipaðrar gerðar en vindingar hans eru fleiri.

Tjarnasnúður - Gyraulus laevis
Tjarnasnúður (Gyraulus laevis) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.

Wikipedia. Gyraulus laevis. https://en.wikipedia.org/wiki/Gyraulus_laevis.

Höfundur

Was the content helpful? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |