Mýrabobbaætt (Succineidae)

Almennt

Ættin er fáliðuð með aðeins 9 tegundir þekktar í Evrópu. Annars eru tegundamörk óljós því breytileiki innan meintra tegunda er umtalsverður og er erfitt að draga mörkin.

Smávaxnir til meðalstórir sniglar með skel. Skelin er afar þunn og gegnsæ, viðkvæm fyrir hnjaski. Liturinn líkist rafi (amber). Grunnvindingur stór egglaga, strítan há, oddmjó,  gerð úr fáum vindingum. Bolurinn sjálfur er tiltölulega stór og virðist vart rýmast inni í kuðungnum. Mýrabobbar eru tvíkynja eins og aðrir lungnasniglar en kynopin eru aðskilin og sáðfrumur þroskast á undan eggfrumum. Samt getur sjálfsfrjóvgun átt sér stað hjá þeim.

Sniglarnir lifa í blautu umhverfi, í mýrlendi, við dýki og tjarnir, þola að fara á kaf en lifa samt ekki undir vatnsborði. Þeir geta nærst á vatnaplöntum sem vaxa upp úr vatni og á blöðum sem fljóta á yfirborðinu.

Á Íslandi finnst ein tegund mýrabobba og lifir hún víða um land.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |