Mynd: Erling Ólafsson
Mýrabobbi, 8 mm. ©EÓ
Mynd: Erling Ólafsson
Mýrabobbi, 8 mm. ©EÓ
Útbreiðsla
Mýrabobbi er útbreiddur um N- og M-Evrópu, finnst einnig á Grænlandi.
Ísland: Láglendi allt umhverfis landið.
Lífshættir
Mýrabobbi finnst ávallt í bleytu, í mýrum, bleytuvilpum með hófsóleyjum (Caltha palustris) og á blautum mosa- og þörungavöxnum klettum þar sem vatn vætlar um, oft við vatnsborðið á bökkum linda og dýja. Dvelur sjaldnast ofan í vatni.
Almennt
Mýrabobbi er algengur snigill á Íslandi og einn fárra tegunda sem tengjast fersku vatni. Það var lengi vel óljóst hver tegundin var í raun og veru og var jafnvel talin tegund af n-amerískum uppruna sem einnig fannst á Grænlandi. Síðar var farið að telja þá íslensku og grænlensku mýrabobbaba til undirtegundar af O. elegans (eða O. pfeifferi eins og tegundin var lengstum nefnd í heimildum).
Kuðungur mýrabobbans (8 mm) er auðþekktur. Grunnvindingurinn er stór og teygður í átt að langri og mjórri trjónu sem hefur fáa vindinga. Snigilinn sjálfur er svartur.
Mýrabobbi (Oxyloma elegans) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Heimildir
Árni Einarsson 1977. Íslenskir landkuðungar. Náttúrufræðingurinn 47: 65–128.
Böcher, J. 2001. Insekter og andre smådyr – i Grønlands fjeld og ferskvand. Forlaget Atuagkat, Nuuk. 302 bls.
Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.
Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.
Wikipedia. Oxyloma elegans http://en.wikipedia.org/wiki/Oxyloma_elegans [skoðað 3.2.2010]
Höfundur
Erling Ólafsson 3.2.2010, 14. nóvember 2013.
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp