Vætukorpa (Dermatocarpon bachmannii)

Útbreiðsla

Hefur fundist á tveimur stöðum, á Austurlandi og Vesturlandi.

Búsvæði

Vex á klöppum og steinum þar sem vatn seytlar a.m.k. tímabundið.

Lýsing

Allstór gráleit blaðflétta með niðursveigða þaljaðra. Neðra borð hennar er dökkbrúnt og fest með einum nafla.

Þalið

Blaðkennt þal úr einum bleðli, þaljaðrar venjulega niðursveigðir. Þalið er nokkuð stórt, oftast stærra en 1,5 sm. Efra borð þalsins er grátt og neðra borðið venjulega dökkbrúnt en getur þó verið brúnt. Fest við undirlagið með einum nafla.

Askhirsla

Skjóður niðurgrafnar í þalið, sýnilegar á efra borði sem svartir deplar. Askgró einföld en stöku sinnum með þvervegg, 16-20 x 6-8 µm.

Útbreiðsla - Vætukorpa (Dermatocarpon bachmannii)
Útbreiðsla: Vætukorpa (Dermatocarpon bachmannii)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |