(Immersaria athroocarpa)

Útbreiðsla

Algeng um land allt, einkum þó til fjalla og á hálendinu.

Vistgerðir

Vex á grjóti.

Lýsing

Grábrún hrúðurflétta á grjóti. Þalið með svörtu forþali, reitskipt, þalreitir fíngerðir, 0,3-0,8 mm, grábrúnir eða brúnir með ljósri rönd, gljáandi.

Þalið

Grábrún hrúðurflétta. Þalið með svörtu forþali, reitskipt, þalreitir fíngerðir, 0,3-0,8 mm, grábrúnir eða brúnir með ljósri rönd, gljáandi.

Askhirsla

Askhirslur svartar, mattar, óreglulega hyrndar eða nær kringlóttar, oftast flatar eða íhvolfar, í hæð við þalið á milli þalreitanna.

Greining

Líkist nokkuð brúnsnurðu, sem hefur þó betur afmarkaðar askhirslur sem rísa meira upp af þalinu.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á grjóti.

Biota

Tegund (Species)
(Immersaria athroocarpa)