(Koerberiella wimmeriana)

Útbreiðsla

Sjaldgæf tegund á Íslandi, fundin með vissu á tveim stöðum en er eflaust víðar.

Vistgerðir

Vex á grjóti á fremur rökum, skuggsælum stöðum.

Lýsing

Hrúðurflétta sem vex á grjóti á fremur rökum, skuggsælum stöðum. Myndar fyrirferðarmikið, kolsvart forþal og á því myndast ljósgráar eða grábrúnar þalflögur.

Þalið

Þal hrúðurkennt. Myndar fyrirferðarmikið, kolsvart forþal og á því myndast ljósgráar eða grábrúnar, lítillega reitskiptar þalflögur með áberandi stórgerðum, ávölum vörtum eða stuttum snepum sem eru 0,4-0,5 mm í þvermál. Sneparnir brotna auðveldlega af og eftir standa hringlaga ör. Þalið kemur því fyrir sem gráflikrótt á svörtum grunni.

Askhirsla

Askhirslur sjaldséðar, rauðbrúnar með grárri þalrönd.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á grjóti á fremur rökum, skuggsælum stöðum.

Biota

Tegund (Species)
(Koerberiella wimmeriana)