Kopararða (Biatora cuprea)

Útbreiðsla

Kopararðan finnst víða um landið til fjalla, þó ófundin á Suðurlandi.

Búsvæði

Finnst á jarðvegi til fjalla.

Lýsing

Myndar allstórar breiður af hvítleitu eða mjólkurhvítu þali sem ber kúptar, dökkbrúnar askhirslur sem oft eru nokkrar samgrónar í þyrpingum. Þalið reitskipt og afmarkast reitirnir af óreglulegum, svörtum útlínum.

Þalið

Þal hrúðurkennt, hvítleitt, vörtótt-reitskipt-hreistrað, fremur þykkt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,5-1 (-1,5) mm, ljós- til dökkrauðbrúnar, sjaldan ljósbrúnar, standa upp úr þalinu, kúptar með mjóum kanti eða hálfkúlulaga og án kants (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Kopararða (Biatora cuprea)
Útbreiðsla: Kopararða (Biatora cuprea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |