Fjörustúfa (Lecania aipospila)

Mynd af Fjörustúfa (Lecania aipospila)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjörustúfa (Lecania aipospila)
Mynd af Fjörustúfa (Lecania aipospila)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjörustúfa (Lecania aipospila)

Útbreiðsla

Líklega algeng kringum landið (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex eingöngu á fjöruklettum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hún myndar dökkgrátt eða grábrúnt hrúður og er alsett dökkbrúnum eða svarbrúnum askhirslum sem losna auðveldlega af undirlaginu þar sem þær eru aðeins festar í miðju með smástilkum eða stúfum sem brotna af hnjaski. Askhirslurnar hafa ljósa þalrönd á jaðrinum. Þar sem ekki eru askhirslur er þalið mjög vörtótt eða hnúðótt (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal hvítt-gráleitt-brúngrátt-svarbrúnt, svarti liturinn kemur til af blágrænum bakteríum sem vaxa á þalinu. Þalið er kringlótt en myndar stundum sepa á brúnunum, vörtótt eða óslétt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,5-1,2 mm, standa upp úr þalinu eða mynda líkt og skálar á því, rauðbrúnar-svartleitar með mjóum kanti (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Fjörustúfa (Lecania aipospila)
Útbreiðsla: Fjörustúfa (Lecania aipospila)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |