Mývatnsgrös (Flavocetraria cucullata)

Mynd af Mývatnsgrös (Flavocetraria cucullata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mývatnsgrös (Flavocetraria cucullata)

Útbreiðsla

Sjaldgæf á Íslandi, nema í Mývatnssveit þar sem þau eru algeng. Auk Mývatnssveitar hafa þau fundist á nokkrum stöðum í innanverðum Eyjafjarðardal en þar eru þau fremur smágerð og ekki mjög áberandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Runnkennd flétta með bleðla upprúllaða frá hlið eða rennulaga, algeng í Mývatnssveit en sjaldgæf annars staðar á landinu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 2-4 (-6) sm á hæð, runnkennt, upprétt, stíft, myndar brúska. Greinar allt að 4 mm á breidd, óreglulega greindar, með þvera, skörðótta enda og upprúllaðar brúnir, virðast stundum rennulaga. Efra og neðra borð fölgult eða gulgrátt, skærgult eða gulbrúnt í grunninn. Yfirborð tiltölulega slétt og fellt (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur 3-20 mm í þvermál, gulbrúnar (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Mývatnsgrös líkjast maríugrösum en greinast frá þeim á því að bleðlarnir eru upprúllaðir frá hlið eða rennulaga (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Mývatnsgrös (Flavocetraria cucullata)
Útbreiðsla: Mývatnsgrös (Flavocetraria cucullata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |