Bikdumba (Melanelia stygia)

Mynd af Bikdumba (Melanelia stygia)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bikdumba (Melanelia stygia)

Útbreiðsla

Hefur einkum fundist á norðanverðum Austfjörðum en einnig á Vesturlandi og Vestfjörðum en er ekki mjög algeng (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Hún vex á klettum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Mjög dökkbrúnsvört eða nær svört blaðflétta með mjóum, kúptum og gljáandi bleðlum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 10 sm í þvermál, liggur þétt við undirlagið. Efra borð brúnsvart, gljáandi, neðra borð svart með stutta, dreifða rætlinga. Bleðlar allt að 1 mm á breidd, lítillega kúptir, með litlar, kringlóttar raufur (stækkunargler!) (Krog o.fl. 1994).

Askhirsla

Askhirslur algengar (Krog o.fl. 1994).

Útbreiðsla - Bikdumba (Melanelia stygia)
Útbreiðsla: Bikdumba (Melanelia stygia)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |