Næfurskóf (Platismatia glauca)

Mynd af Næfurskóf (Platismatia glauca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Næfurskóf (Platismatia glauca)

Útbreiðsla

Hefur fundist á allmörgum stöðum í skógum á Austurlandi en hvergi annars staðar á landinu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á birki (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Næfurskóf er allstórvaxin, blaðkennd skóf sem vex á birki. Hún myndar allbreiða, skerta, hrokkinrenda bleðla sem eru gráir eða grámóleitir á litinn en oft með brúnum flekkjum eða dökkleitum dröfnum. Skófin er dökkbrún á neðra borði með fínum, netlaga hryggjum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 1-6 (-15) sm í þvermál, blaðkennt, myndar oft stærðarflekki, fremur þunnt. Bleðlar allt að 1,5 sm á breidd, bylgjóttir, óreglulega skörðóttir, brúnir uppsveigðar, stundum heilar. Oft eru einfaldir eða kræklóttir snepar á brúnunum í klösum eða á köflum hraufukorn. Efra borð grátt, oft með brúnum blæ, breytir ekki um lit í vætu, slétt, krumpað eða lítillega rifflað, án raufa. Neðra borð alsvart eða stundum brúnt eða hvítt (skuggaafbrigði), rætlingar dreifðir, einfaldir eða greindir, fáir eða margir (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur mjög sjaldséðar, 5-9 mm í þvermál, á brúnum disklaga, rauðar eða brúnar, þalrönd mjó (Purvis o.fl. 1992).

Válisti

Er í yfirvofandi hættu

Útbreiðsla - Næfurskóf (Platismatia glauca)
Útbreiðsla: Næfurskóf (Platismatia glauca)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |