Jötunskegg (Bryoria chalybeiformis)

Mynd af Jötunskegg (Bryoria chalybeiformis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jötunskegg (Bryoria chalybeiformis)

Útbreiðsla

Finnst hér og hvar um norðanvert landið (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex helst uppi á rindum og utan í vindblásnum hæðum eða hraundröngum. Það ýmist liggur á jörðunni eða vex utan í þverhnýptum klettum eða rindum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Runnkennd flétta með dökkar, grannar greinar í flækju (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 10 sm, jarðlægt og samansnúið, greinarnar 0,5-2 mm í þvermál, sívalar eða flatar, greining strjál, óreglulega jafngreindar eða kvíslgreindar, þal svart eða dökkbrúnt. Hraufur allt að 1,5 mm í þvermál, ýmist strjálar eða ekki til staðar (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur og byttur eru óþekktar af þessari tegund (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Jötunskegg (Bryoria chalybeiformis)
Útbreiðsla: Jötunskegg (Bryoria chalybeiformis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |