Birkiskegg (Bryoria fuscescens)

Útbreiðsla

Hefur aðallega fundist á Austurlandi frá Héraði suður í Öræfi en einnig er töluvert af því á trjám í Mývatnssveit. Annars staðar sjaldgæft.

Búsvæði

Vex á trjám, einkum gömlu birki en einnig töluvert á innfluttum trjám eins og lerki.

Lýsing

Runnkennd eða hárkennd flétta, ýmist móbrún eða grábrún á litinn. Það hefur aðallega fundist á Austurlandi frá Héraði suður í Öræfi, en einnig er töluvert af því á trjám í Mývatnssveit. Annars staðar sjaldgæft.

Þalið

Þal 5-15 sm (-30-65) sm, slútandi eða jarðlægt, runnkennt. Greinar allt að 0,5 (-0.8) mm í þvermál, sívalar, ljós- til dökkbrúnar, sjaldan svartleitar, oft ljósari neðst (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur mjög sjaldséðar, disklaga, 1-1,5 mm í þvermál, brúnar til dökkbrúnar (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Birkiskegg minnir nokkuð á jötunskegg en hefur mattari áferð, oft ljósara, ýmist móbrúnt eða grábrúnt á litinn.

Válisti

Er í yfirvofandi hættu

Útbreiðsla - Birkiskegg (Bryoria fuscescens)
Útbreiðsla: Birkiskegg (Bryoria fuscescens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |