Flókakræða (Alectoria sarmentosa)

Útbreiðsla

Vex allvíða um landið vestanvert, einkum við úthafsloftslag. Hún er þó ætíð mjög strjál, vex helst í smáflókum uppi á eða utan í hæðum og bungum.

Búsvæði

Vex uppi á vindblásnum hæðum og rindum, afar strjál og oftast aðeins á smáblettum, aldrei í breiðum.

Lýsing

Flókakræðan er gulhvít á litinn, með svörtum yrjum, greinarnar bældar og jarðlægar, sumar hárkenndar en aðrar útflattar og nokkuð gildar.

Þalið

Greinar flókakræðunnar eru gulhvítar og svartyrjóttar, sumar greinarnar hárkenndar en aðrar útflattar og nokkuð gildar.

Askhirsla

Askhirslur ófundnar hér á landi.

Afbrigði

Flókakræðunni er skipt í tvær deilitegundir, ssp. vexillifera og ssp. sarmentosa. Sú síðarnefnda fannst ekki hér á landi fyrr en árið 2003 en hún vex á birkitrjám, hún hefur fíngerðari greinar og sjaldan eins útflattar.

Greining

Líkist nokkuð skollakræðu en vex aldrei upprétt, heldur myndar flóka niðri sverðinum og greinarnar afar breiðar og flatvaxnar á köflum.

Útbreiðsla - Birkikræða (Alectoria sarmentosa)
Útbreiðsla: Birkikræða (Alectoria sarmentosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |