Gulstika (Parmeliopsis ambigua)

Mynd af Gulstika (Parmeliopsis ambigua)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gulstika (Parmeliopsis ambigua)
Mynd af Gulstika (Parmeliopsis ambigua)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gulstika (Parmeliopsis ambigua)

Útbreiðsla

Gulstikan hefur aðeins fundist á nokkrum stöðum í birkiskógum á Austurlandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á birkibolum og greinum í gömlum birkiskógum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Gulstika vex á birkibolum og greinum í gömlum birkiskógum. Þetta er blaðkennd flétta, með fremur fíngerðum bleðlum. Bleðlarnir bera duftkenndar hraufur og hafa ofurlítið gulgrænan blæ sem stafar af úsninsýru (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 3-5 sm í þvermál, oft renna nokkrir einstaklingar saman og þekja stærðar fleti. Efra borð matt og gult. Neðra borðið dökkbrúnt til svart, með brúnum rætlingum. Bleðlar 0,5-1 mm á breitt. Hraufukorn í litlum, kringlóttum, kúptum hraufum (Krog o.fl. 1994).

Válisti

Er í nokkurri hættu

Útbreiðsla - Gulstika (Parmeliopsis ambigua)
Útbreiðsla: Gulstika (Parmeliopsis ambigua)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |