Elgshyrna (Pseudevernia furfuracea)

Mynd af Elgshyrna (Pseudevernia furfuracea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Elgshyrna (Pseudevernia furfuracea)

Útbreiðsla

Algeng flétta á trjám víða í Evrópu, ekki síst til fjalla en á Íslandi eru hún afar sjaldgæf, aðeins fundin á Austurlandi. Hún er þekkt frá þrem stöðum: Í Hamraskógum við Steiná í Hamarsdal, í Austurskógum í Lóni og í Steinadal í Suðursveit (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex í gömlum birkiskógum á greinum birkitrjánna (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Elgshyrnan hefur blaðkenndar greinar, gráar og kúptar á efra borði en hvítari og grópaðar að neðan (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 10 sm í þvermál, myndað af fjölda bleðla. Bleðlar 1-4 mm á breidd, kvíslgreindir í einu plani. Efra borð grátt eða hvítt, oft hrjúft með snepum. Neðra borð vanalega með göngum, svart eða svart blettótt og fölbrúnt eða bleikleitt en upprúllaðar brúnir samlitar efra borðinu (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur að 1,5 (-3) sm í þvermál, á hliðunum á hnébeygðum greinum (Purvis o.fl. 1992).

Válisti

Er í bráðri hættu

Útbreiðsla - Elgshyrna (Pseudevernia furfuracea)
Útbreiðsla: Elgshyrna (Pseudevernia furfuracea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |