Litunarskóf (Parmelia omphalodes)

Mynd af Litunarskóf (Parmelia omphalodes)
Mynd: Hörður Kristinsson
Litunarskóf (Parmelia omphalodes)

Útbreiðsla

Algeng um allt land við sjó. Hún fer sjaldan langt inn í land og síst á Norðurlandi. Mest er af henni í nálægð fuglabjarga við sjóinn (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Þessi skóf var áður fyrr notuð til litunar jöfnum höndum og bæði snepaskóf og hraufuskóf (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á klettum, helst við fuglabjörg við sjó (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Litunarskóf vex á klettum og er algeng um allt land við sjó. Hún fer sjaldan langt inn í land og síst á Norðurlandi. Mest er af henni í nálægð fuglabjarga við sjóinn (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 20 sm, myndar oft stærðar flekki, stundum losaralega fest. Bleðlar allt að 4 mm breiðir, frekar stökkir, aðskildir, aðlægir eða þétt saman og skaraðir, endar þverir. Efra borð gljáandi, flatt eða með gatamynstri, dökkbrúnt, gráleitt að hluta (í skugga). Neðra borð svart, hrukkótt, með fjölda rætlinga (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur óalgengar, disklaga, allt að 10 mm breiðar, dökkrauð eða -brúnar, lengi bollalaga. Þalrönd mjó, ljósari (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Litunarskóf getur minnt á snepaskóf og hraufuskóf en hún er með brúnni litblæ en þær báðar og hefur hvorki hraufur né snepa á yfirborðinu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Litunarskóf (Parmelia omphalodes)
Útbreiðsla: Litunarskóf (Parmelia omphalodes)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |