Klettadumba (Melanelia hepatizon)

Mynd af Klettadumba (Melanelia hepatizon)
Mynd: Hörður Kristinsson
Klettadumba (Melanelia hepatizon)

Útbreiðsla

Víða um land, þó algengust á norðanverðu landinu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á steinum, oft innan um aðrar svartar skófir eins og ullarskóf og geitaskófir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Klettadumba er dökkbrúnsvört eða svört blaðflétta. Bleðlarnir eru oft gljáandi, nær ætíð íhvolfir. Myndar stundum allstórar, dökkbrúnar askhirslur og vex oft innan um aðrar svartar skófir eins og ullarskóf og geitaskófir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal blaðkennt, allt að 20 sm í þvermál, óreglulegt í vexti, losaralega fest við undirlagið. Efra borð brúnsvart, neðra borð svart, með staka, dreifða rætlinga. Bleðlar 1-2 mm breiðir, lítillega íhvolfir, með byttur á stilkum meðfram brúninni, stundum á fletinum. Hraufur og snepa vantar (Krog o.fl. 1994).

Askhirsla

Askhirslur myndast stundum og eru þá allstórar, dökkbrúnar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is), vanalega með hvítar raufur á brúnunum og neðra borði (stækkunargler!) (Krog o.fl. 1994).

Greining

Bleðlarnir eru oft gljáandi, nær ætíð íhvolfir og greinist tegundin best á því frá bikdumbu sem er svipuð í útliti (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Klettadumba (Melanelia hepatizon)
Útbreiðsla: Klettadumba (Melanelia hepatizon)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |