Surtarkræða (Alectoria nigricans)

Mynd af Surtarkræða (Alectoria nigricans)
Mynd: Hörður Kristinsson
Surtarkræða (Alectoria nigricans)

Útbreiðsla

Algeng um land allt.

Búsvæði

Vex í mólendi, oft innan um lyng og á þúfum, afar lítið áberandi vegna litarins.

Lýsing

Surtarkræða er runnkennd flétta með sívalar greinar, mjóar í endann. Greinarnar eru svartar eða kolugar í endann, en ljósbrúnar eða beinhvítar neðst við stofninn.

Þalið

Þalið er runnkennt með sívalar greinar, mjóar í endann. Greinarnar eru svartar eða kolugar í endann en ljósbrúnar eða beinhvítar neðst við stofninn.

Askhirsla

Hefur ekki fundist með askhirslum hér á landi.

Útbreiðsla - Surtarkræða (Alectoria nigricans)
Útbreiðsla: Surtarkræða (Alectoria nigricans)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |