Ljósaskegg (Usnea subfloridana)

Mynd af Ljósaskegg (Usnea subfloridana)
Mynd: Hörður Kristinsson
Ljósaskegg (Usnea subfloridana)

Útbreiðsla

Ljósaskegg er sjaldgæf flétta sem finnst á nokkrum stöðum í skógum á Austurlandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex í skógum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Ljósaskegg er hárkennd, ljósgul eða hvítleit á litinn og myndar smábrúska eða allþétta flóka á trjágreinum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 2-8 (-20) sm hátt, í fyrstu upprétt, myndar brúska eða flóka, stundum hangandi, megingreinar allt að 1,5 mm í þvermál, sívalar, ekki útlásnar, greining óregluleg. Yfirborð ljós- til dökkgrágrænt, oft áberandi svert í grunninn (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur koma stöku sinnum fyrir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Greining

Líkist því afbrigði flókaskeggs sem vex á trjám, en ljósaskeggið þekkist meðal annars á sterkum miðstreng inni í greinunum, hefur ætíð sívalar greinar, en á flókaskeggi eru sumar að jafnaði flatar.

Válisti

Er í yfirvofandi hættu

Útbreiðsla - Ljósaskegg (Usnea subfloridana)
Útbreiðsla: Ljósaskegg (Usnea subfloridana)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |