Skollakræða (Alectoria ochroleuca)

Mynd af Skollakræða (Alectoria ochroleuca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skollakræða (Alectoria ochroleuca)

Útbreiðsla

Algeng við landræna loftslagið á innanverðu Norðurlandi, einkum austan til, sjaldgæf á Suðurlandi. Í Mývatnssveit er svo mikið af henni að hún setur þar svip á hraunbungur og hæðir.

Almennt

Líklega þessi tegund sem í Grasnytjum er nefnd tröllagrös, sögð stærri og enn hvítari en hreindýramosi en nýting svipuð.

Búsvæði

Vex á mólendi uppi á hæðum og utan í vindblásnum hálsum, myndar oft þéttar, stórar breiður.

Lýsing

Skollakræða er ljósgul, runnkennd flétta sem oft myndar ljósgular breiður áberandi á vindblásnum stöðum og uppi á grónum hraunbungum.

Þalið

Greinar skollakræðunnar eru ljósgular og gildari við stofninn en fíngerðar og svartleitar í efri endann. Í miðholinu er oft hvítleitur mergur.

Askhirsla

Askhirslur eru mjög sjaldséðar.

Greining

Líkist nokkuð flókakræðu sem er þó jarðlæg og sumar greinarnar afar breiðar og flatvaxnar. Skollakræðan hefur uppréttari og betur aðskildar greinar.

Útbreiðsla - Skollakræða (Alectoria ochroleuca)
Útbreiðsla: Skollakræða (Alectoria ochroleuca)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |