Tröllaskegg (Usnea sphacelata)

Mynd af Tröllaskegg (Usnea sphacelata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Tröllaskegg (Usnea sphacelata)

Útbreiðsla

Algeng á landræna svæðinu norðan jökla, sjaldgæf á Vestfjörðum eða á Suðurhálendinu. Þetta er heimskautategund sem vex hvergi sunnar á norðurhveli en á Íslandi. Á meginlandi Evrópu hefur tröllaskeggið ekki fundist (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex nær eingöngu hátt til fjalla. Hún velur sér sæti á vindblásnum klettastrýtum sem gjarnan standa út úr fjallshlíðum eða brúnum fjalla (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Tröllaskegg er runnkennd flétta sem er afar sérkennileg útlits, er yrjótt og skiptast á svartir og gulgrænir eða grágrænir litir á greinum hennar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Tröllaskegg er runnkennd flétta sem er afar sérkennileg útlits, er yrjótt og skiptast á svartir og gulgrænir eða grágrænir litir á greinum hennar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Askhirsla

Askhirslur hafa ekki sést hér á landi.

Útbreiðsla - Tröllaskegg (Usnea sphacelata)
Útbreiðsla: Tröllaskegg (Usnea sphacelata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |