Maríugrös (Flavocetraria nivalis)

Mynd af Maríugrös (Flavocetraria nivalis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Maríugrös (Flavocetraria nivalis)

Útbreiðsla

Þau eru algeng á norðanverðu landinu en sjaldgæf á Suðurlandi. Þó er nokkuð af þeim á Álftanesi og á hæðum þar í kring (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Maríugrösin voru fyrr á öldum nytjuð líkt og fjallagrös og þóttu sumum betri en minna var af þeim (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex í mólendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Maríugrös er blaðkennd, hvítleit eða ljósgulgræn flétta sem stundum vex í áberandi þyrpingum í mólendi. Bleðlar þeirra eru oft áberandi dældaðir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 2-4 (-6) sm á hæð, runnkennt, upprétt, stíft, myndar brúska. Greinar allt að 1 sm á breidd, óreglulega greindar, með þvera, skörðótta enda. Efra og neðra borð fölgult eða gulgrátt, skærgult eða gulbrúnt í grunninn. Yfirborð krumpað (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur 3-20 mm í þvermál, gulbrúnar (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Að lit líkast maríugrös skollakræðu og hreindýrakrókum en vaxtarlagið er annað (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Maríugrös (Flavocetraria nivalis)
Útbreiðsla: Maríugrös (Flavocetraria nivalis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |