Gljádumba (Melanohalea septentrionalis)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng í skógunum á Fljótsdalshéraði og einnig í Mývatnssveit en annars mjög sjaldgæf á Íslandi.

Búsvæði

Vex á trjáberki, bæði bolum og mjórri greinum.

Lýsing

Blaðkennd flétta sem vex á trjáberki, bæði bolum og mjórri greinum, oft 3-5 sm að stærð. Hún hefur slétt og oftast gljáandi yfirborð, brún, grænbrún eða grænleit á litinn.

Þalið

Blaðkennd flétta, oft 3-5 sm að stærð. Hún hefur slétt og oftast gljáandi yfirborð, brún, grænbrún eða grænleit á litinn.

Askhirsla

Gljádumban ber oftast margar, gljáandi og fagurbrúnar askhirslur sem geta verið frá 1 upp í 4 mm í þvermál, með sléttum börmum.

Válisti

Er í hættu

Útbreiðsla - Gljádumba (Melanohalea septentrionalis)
Útbreiðsla: Gljádumba (Melanohalea septentrionalis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |