Blikudumba (Melanohalea infumata)

Útbreiðsla

Vex víða á Miðnorður- og Norðausturlandi en hefur ekki fundist annars staðar á landinu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Hún vex að jafnaði uppi á stórum steinum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Blikudumba er fremur dökkbrún eða grænbrún, blaðkennd flétta með fíngerðum, oft gljáandi bleðlum. Í miðju er hún alsett örsmáum snepum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 6 sm í þvermál, liggur þétt við undirlagið. Bleðlar 2-3 mm á breidd. Efra borð dökkbrúnt, meir eða minna þakið blágráu hrími (vantar þó stundum) (Krog o.fl. 1994).

Askhirsla

Askhirslur óþekktar í Noregi (Krog o.fl. 1994).

Útbreiðsla - Blikudumba (Melanohalea infumata)
Útbreiðsla: Blikudumba (Melanohalea infumata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |