Birkiskóf (Melanohalea exasperata)

Mynd af Birkiskóf (Melanohalea exasperata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Birkiskóf (Melanohalea exasperata)

Útbreiðsla

Birkiskófin er algeng um allt land þar sem birki vex, þó koma fyrir birkilundir þar sem hún finnst ekki (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á birki (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Birkiskóf er blaðkennd, brúnleit eða grænbrún á litinn og alsett smávörtum, oft einnig ríkulega skreytt með disklaga askhirslum í miðju. Hún getur orðið 10 sm í þvermál eða meir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Birkiskóf er blaðkennd, brúnleit eða grænbrún á litinn og alsett smávörtum. Hún getur orðið 10 sm í þvermál eða meir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Askhirsla

Askhirslur disklaga og staðsettar á miðju skófarinnar (Krog o.fl. 1994).

Útbreiðsla - Birkiskóf (Melanohalea exasperata)
Útbreiðsla: Birkiskóf (Melanohalea exasperata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |