Klettakræða (Cornicularia normoerica)

Mynd af Klettakræða (Cornicularia normoerica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Klettakræða (Cornicularia normoerica)

Útbreiðsla

Sjaldgæf tegund sem hefur eingöngu fundist á austanverðu landinu frá Langanesi suður fyrir Hornafjörð (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex ætíð á berum klettum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Klettakræða er með ofurlítið flatar greinar sem eru nær alveg svartar á litinn. Oft eru disklaga svartar askhirslur á enda greinanna (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 1-2 sm á hæð, myndar meira eða minna upprétta brúska, vel fest. Megingreinar 0,3-1mm á breidd, uppréttar, stífar, seigar, gegnheilar, flatar, lítið greindar, mjókka mjög að endanum. Yfirborð svart eða brúnt, stundum glansandi (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur 1-5 (-8) mm í þvermál, algengar, endastæðar eða rétt við endana, disklaga, svartar og gljáandi (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Klettakræðan er eina kræðan sem vex ætíð á berum klettum. Auk þess eru greinarnar heldur gildari og stinnari en á melakræðu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Válisti

Er í nokkurri hættu

Útbreiðsla - Klettakræða (Cornicularia normoerica)
Útbreiðsla: Klettakræða (Cornicularia normoerica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |