Mundagrös (Cetrariella delisei)

Mynd af Mundagrös (Cetrariella delisei)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mundagrös (Cetrariella delisei)

Búsvæði

Þau vaxa nær eingöngu nokkuð hátt til fjalla, oft í mólendi en einkar mikið er af þeim á láréttum flötum þar sem leysingavatn vætlar um á vorin (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Mundagrös er oft að finna í mólendi hátt til fjalla en einkar mikið er af þeim á láréttum flötum þar sem leysingavatn vætlar um á vorin. Þar mynda þau stundum dökkbrúnar flækjur sem líkst geta melakræðu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal runnkennt, 2-4 (-5) sm á hæð, upprétt, myndar stinna, samanflækta, broddótta brúska. Bleðlar mjóir, 2-5 mm breiðir, sléttir, mikið greindir við endana, stilkaðar byttur á jöðrum. Efra borð dökkbrúnt eða svart, ljósara neðst. Neðra borð samlitt eða ljósara. Raufur algengar, hvítar, aflangar (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur óþekktar a.m.k. í Bretlandi (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Mundagrös líkast fljótt á litið fjallagrösum en hafa oddmjórri bleðla og vantar bæði randhár fjallagrasanna og hinn rauðbrúna litblæ þeirra. Þau vaxa nær eingöngu nokkuð hátt til fjalla gagnstætt fjallagrösunum sem einnig eru algeng á láglendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Mundagrös (Cetrariella delisei)
Útbreiðsla: Mundagrös (Cetrariella delisei)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |