Fjallahnúta (Allantoparmelia alpicola)

Mynd af Fjallahnúta (Allantoparmelia alpicola)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallahnúta (Allantoparmelia alpicola)

Útbreiðsla

Finnst bæði í Evrópu og Norður Ameríku (Purvis o.fl. 1992). Hérlendis er hún algengust á norðanverðu landinu, ekki síst á hálendinu en hefur ekki fundist á Suðurlandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á grjóti, einkum í stórgrýti og uppi á stórum staksteinum í fjalllendi frá 300-1100 m, neðar á útskögum norðanlands.

Lýsing

Blaðkennd skóf, um 6 sm í þvermál með mjóa, svart- eða mógrænleita, kúpta og hálfhnýtta bleðla (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið margbleðlótt, myndar þéttar, hálf þarmakenndar hvirfingar sem beinast óreglulega í allar áttir, festar við undirlagið með smánöbbum, rætlinga vantar. Bleðlar kúptir með barkhúð bæði á efra og neðra borði, 0,2-1 mm breiðir, aflangir, hálfhnýttir, aðlægir, skarast oft, gjarna svo þéttir að skófin virkar hálf hrúðurkennd fyrir miðju. Efra borð dökkbrúnt til svart, grásvart, (Foucard 2001) stöku sinnum ljósgrátt og þá áberandi dílótt af svörtum byttum. Neðra borð svart. Hraufur og snepa vantar (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur algengar, disklaga, allt að 5 mm í þvermál. Brúnir heilrendar, sjaldan bogtenntar. Askgró 7,5-10 x 5-7 µm. Byttugróin 4,5-6 x 1 µm (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Þekkist m.a. á dökkum litnum og að rætlinga vantar (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Fjallahnúta (Allantoparmelia alpicola)
Útbreiðsla: Fjallahnúta (Allantoparmelia alpicola)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |