Flatþemba (Hypogymnia physodes)

Mynd af Flatþemba (Hypogymnia physodes)
Mynd: Hörður Kristinsson
Flatþemba (Hypogymnia physodes)

Útbreiðsla

Finnst í Evrópu, Norður Ameríku, Austur Afríku og Himalaya (Purvis o.fl. 1992). Flatþemba verður að teljast fremur sjaldgæf á landinu þótt hún sé nokkuð algeng á staðbundnum svæðum á Austurlandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex oftast á trjábolum eða trjágreinum en stundum vex hún einnig niðri á jörðunni innan um lágvaxinn gróður (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Flatþemba er grá á litinn með þykk jaðarlauf eins og útblásin og hálfhol að innan (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 10 sm í þvermál, myndar hvirfingar eða breiðist óreglulega út, myndar oft stóra flekki, bleðlar 2-3 mm breiðir, stundum holir. Efra borð grátt, slétt, stundum gljáandi. Neðra borð svart, ljósbrúnt nær brúnunum, krumpað. Hraufur varalaga (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur fremur sjaldséðar, með stuttum, sverum stilk, disklaga, rauðbrúnar. Þalrönd mjó.

Greining

Fljótt á litið líkist hún nokkuð snepaskóf og hraufuskóf. Flatþemba þekkist á því að jaðarlaufin eru þykk, eins og útblásin og hálfhol að innan. Þar af er dregið þembunafnið (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Válisti

Er í nokkurri hættu

Útbreiðsla - Flatþemba (Hypogymnia physodes)
Útbreiðsla: Flatþemba (Hypogymnia physodes)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |