Voðarskóf (Pseudephebe minuscula)

Mynd af Voðarskóf (Pseudephebe minuscula)
Mynd: Hörður Kristinsson
Voðarskóf (Pseudephebe minuscula)

Útbreiðsla

Voðarskófin er allalgeng um landið en þó ekki eins algeng og ullarskófin sem hún líkist (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á blágrýti (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Voðarskóf er runnkennd flétta með afar fíngerðar greinar þannig að hún líkist svartri voð þar sem hún þekur blágrýtið (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal í hvirfingum eða dreifist óreglulega, liggur þétt við undirlagið, þétt greinótt. Greinar meir eða minna flatar, oft þéttsettar byttum. Efra borð brúnsvart, nokkuð gljáandi. Neðra borð í sama lit eða nokkuð ljósara, matt (Krog o.fl. 1994).

Greining

Voðarskóf líkist nokkuð hinni svörtu ullarskóf en er miklu fíngerðari og greinar hennar falla miklu meira í einn flöt (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Voðarskóf (Pseudephebe minuscula)
Útbreiðsla: Voðarskóf (Pseudephebe minuscula)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |