Ullarskóf (Pseudephebe pubescens)

Útbreiðsla

Ullarskófin er algeng um allt land og vex einnig hátt til fjalla (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á steinum og klettum, oft innan um geitaskófir (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Ullarskóf er fíngreinótt og líkist svartri ullu eins og Eggert Ólafsson komst einu sinni að orði. Stundum má sjá á henni svartar skífur en það eru askhirslur fléttunnar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 1 sm á hæð, jarðlægt, myndar flæktar breiður, þétt aðlægt. Greinar allt að 0,2 mm í þvermál, sívalar eða lítillega flattar, ljós- til dökkbrúnsvartar, vanalega jafnlitar eða ljósari í grunninn, ýmist gljáandi eða ekki (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur disklaga, allt að 5,5 mm í þvermál. Byttur á örðum, í nokkrum fjölda (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Ullarskóf (Pseudephebe pubescens)
Útbreiðsla: Ullarskóf (Pseudephebe pubescens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |