Pípuþemba (Hypogymnia tubulosa)

Mynd af Pípuþemba (Hypogymnia tubulosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Pípuþemba (Hypogymnia tubulosa)

Útbreiðsla

Pípuþemba er fremur sjaldséð tegund nema í sumum skógum á Austurlandi, utan Austurlands hefur hún aðeins fundist sem slæðingur á innfluttum viði (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á trjám, bæði á bolum og greinum. Stöku sinnum finnst hún einnig á innfluttum viði (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Pípuþemba er grá á litinn, bleðlarnir eru útbelgdir og holir innan, mynda oft sívalar greinar með hraufum á endunum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 10 sm í þvermál, stundum losaralega fest niður, myndar hvirfingar eða breiðist óreglulega út, myndar oft stóra flekki. Bleðlar 2-3 mm á breidd, stundum holir, oft uppsveigðir í endana. Efra borð grátt, slétt, matt. Neðra borð svart, ljósbrúnt við brúnirnar, krumpað. Hraufur tungulaga og myndast við rof á neðra borði bleðlaendanna (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur fremur sjaldgæfar, á stuttum sverum stilk, disklaga, rauðbrúnar á lit, þalrönd mjó, varanleg (Foucard 2001).

Válisti

Er í nokkurri hættu

Útbreiðsla - Pípuþemba (Hypogymnia tubulosa)
Útbreiðsla: Pípuþemba (Hypogymnia tubulosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |