Gálgaskegg (Bryoria implexa)

Mynd af Gálgaskegg (Bryoria implexa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gálgaskegg (Bryoria implexa)

Útbreiðsla

Afar sjaldgæf tegund sem aðeins hefur fundist á einum stað á Íslandi, Gálgakletti á Álftanesi og dregur nafn sitt af þessum fyrsta og eina fundarstað á Íslandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á Gálgakletti á Álftanesi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Gálgaskegg er dökkbrúnt á litinn, gert af löngum þráðum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið 5-10 (-15) sm, hangir niður. Greinar í kringum 0,5 mm í þvermál, sívalar, jafngreindar eða kvíslgreindar, ljósbrúnar til gráleitar, verða dökkbrúnar eða svartar, stundum gljáandi. Hraufur ekki til staðar (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur og byttur óþekktar á Bretlandseyjum (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Það líkist í útliti mjög jötunskeggi sem vex nokkuð víða á norðanverðu landinu en hefur önnur innihaldsefni (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Válisti

Er í bráðri hættu

Útbreiðsla - Gálgaskegg (Bryoria implexa)
Útbreiðsla: Gálgaskegg (Bryoria implexa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |