Snepaskóf (Parmelia saxatilis)

Mynd af Snepaskóf (Parmelia saxatilis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Snepaskóf (Parmelia saxatilis)
Mynd af Snepaskóf (Parmelia saxatilis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Snepaskóf (Parmelia saxatilis)

Útbreiðsla

Algeng um allt land (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Snepaskófina má nota til litunar jafnt og litunarskófina (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á steinum en oft einnig á trjábolum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Snepaskóf er ein af litunarskófunum og er algeng á steinum um allt land. Hún þekkist á örsmáum, sívölum, aflöngum snepum sem þekja yfirborð hennar nema á jöðrunum. Askhirslur eru brúnar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 3-6 (-20) sm í þvermál, myndar blaðhvirfingar að hluta eða heild, stundum losaralega fest. Bleðlar allt að 3 mm breiðir, lítillega breiðari og þverir í endann, aðskildir eða þéttir saman og skarast. Efra borð grátt, hvítt eða grænt, stundum með brúnum blæ á bleðlaendunum. Snepar samlitir eða endar brúnleitir, sívalir. Neðra borð svart, brúnleitt nær brúnunum, rætlingar einfaldir, stöku sinnum greindir (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur allt að 1 sm í þvermál, sjást stöku sinnum, disklaga, rauðar, brúnar eða dökkbrúnar (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Snepaskóf þekkist á örsmáum, sívölum, aflöngum snepum sem þekja yfirborð hennar nema á jöðrunum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Snepaskóf (Parmelia saxatilis)
Útbreiðsla: Snepaskóf (Parmelia saxatilis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |