Melanelia agnata

Útbreiðsla

Víða á landræna svæðinu norðan jökla.

Búsvæði

Hún vex að jafnaði uppi á stórum steinum eða klettum.

Lýsing

Blaðkennd, allþykk skóf með gljáandi, dökkbrúnum, stundum nær svörtum, 2-3 mm breiðum laufum, getur í heild orðið um 10-15 sm í þvermál.

Þalið

Blaðkennd, allþykk skóf með gljáandi, dökkbrúnum, stundum nær svörtum, 2-3 mm breiðum laufum, getur í heild orðið um 10-15 sm í þvermál, ljósbrún á neðra borði. Á efra borði skófarinnar er oft mikið af gráleitum eða gráhvítum raufum sem eru nokkuð upphleyptar, stundum sjást einnig hnöttóttar byttur á efra borði bleðlaendanna með gati í toppinn.

Askhirsla

Askhirslur koma oft fyrir, stórar (2-5 mm) og disklaga, dökkbrúnar og gljáandi.

Útbreiðsla - Melanelia agnata
Útbreiðsla: Melanelia agnata

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |